Lífið

Heimafæðing Örnu Ýrar: „Ekki eins hræði­legt og margir halda“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta var í annað skipti sem Arna Ýr fæðir heima.
Þetta var í annað skipti sem Arna Ýr fæðir heima.

Arna Ýr Jónsdóttir er í dag í hjúkrunarfræði og langar að verða ljósmóðir. Hún er þriggja barna móðir. Fyrsta barnið átti hún í Björkinni en síðari tvö heima hjá sér.

Sindri Sindrason hitti Örnu Ýr í vikunni í Íslandi í dag og fékk að sjá hvernig heimafæðing lítur út.

„Þetta hefur verið umdeilt en það eru samt fleiri og fleiri konur að fæða heima,“ segir Arna og heldur áfram.

„Það er stundum sagt að eitt inngrip kalli í raun á fleiri inngrip. En það sem fólk kannski áttar sig ekki á að þær konur sem eru í áhættumeðgöngu eða með einhver frávik fá ekkert að fæða heima. Þannig að þetta er rosalega öruggt og það er búið að sjá til þess að allt gerist eins og það á að gerast. Þetta er ekki eins hræðilegt og margir halda.“

Hún segir að það hafi verið rannsakað að þar sem konum líður vel, sé öruggasti staðurinn til að fæða barn.

„Það gæti vel verið að ég hefði ekki átt eins góða fæðingu ef ég hefði verið inn á spítala. Allt áreitið, spítalahljóðin, ljósið í augun og svona. Ég er ekki að tala illa um spítalann og mun eflaust vinna þar í framtíðinni. Fyrst var fólk mjög hissa og stressað fyrir manns hönd þegar maður ætlaði að fæða heima. En núna treystir fólkið mitt mér.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild þar sem Arna Ýr fer nánar út í heimafæðingu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×